Upplýsingar

Blái herinn hefur frá 1995 og til dagsins í dag verið leiðandi, tekið þátt og/eða framkvæmt í samstarfi við aðra.

 1. Skipulagt og framkvæmt yfir 100 hreinsunarverkefni í nokkrum sveitarfélögum á landinu.
 2. Tekið þátt í nokkrum tugum fyrirlestra um umhverfismál.
 3. Heimsótt tugi leikskóla, grunnskóla og fjölbrautarskóla og haldið bæði fyrirlestra og sýnt sjávardýr til fróðleiks fyrir yngstu kynslóðirnar.
 4. Rætt við alla umhverfisráðherra frá því að embættið var stofnað og barist fyrir grænni byltingu og sjálfbærni á Íslandi.
 5. Hreinsað yfir 1100 tonn af alls kyns rusli og drasli úr umhverfi okkar,aðallega sjávarströndinni,opnum svæðum og höfnum landsins. Þar af eru um 100 tonn af rafgeymum sem safnað hefur verið og lágu bak við verkstæði,útí móa eða annarsstaðar.( 888 tonn af 1000 tonnum koma úr landi Reykjanesbæjar)
 6. Komið til leiðar að nokkur verkstæði safna nú rafgeymum í viðurkennd ílát frekar en að rafgeymar liggi eins og hráviður um allar trissur.
 7. Hefur hreinsað af hafsbotni, yfir 300 dekk og 100 rafgeyma.
 8. Hefur fengið á annan tug viðurkenninga frá mörgum  aðilum, m.a .fyrstu umhverfisverðlaun Reykjanesbæjar, Umhverfisverðlaun UMFÍ og Pokasjóðs, Landvernd, Norðurlandaráði(tilnefndir 2003, 2004 og 2012 og fl.
 9. Hefur setið fyrir svörum Umhverfisnefndar Alþingis í 10 ár um umhverfismálefni samtakanna.
 10. Hefur heimsótt Forseta Íslands  Hr. Ólaf Ragnar Grímsson og frætt hann um okkar málefni.
 11. Hefur skapað tugum aðila verkefni sem hafa kostað tugi milljóna og snúast um hreinsunarverkefni á Reykjanesskaganum sem innleiðir vonandi í framtíðinni grænni ímyndarhugsun og bætta velferð okkar með heilsutengdri ferðamennsku og hreinna umhverfi.
 12. Svona er hægt að telja lengi en látum  staðar numið hér og vonum að okkar verk hafi orðið ykkur sem og öðrum hvatning til bættari umhverfisvakningar.Gleymum því aldrei að við erum með Jörðina að láni frá afkomendum okkar.
Vinnustundir í sjálboðaliðsvinnu eru yfir 50 þúsund stundir frá upphafi.
Kær kveðja
Tómas J. Knútsson
TOP