Innrásin til Eyja

Hreinsun við Wilson Muuga Jan.- Mars 2007
Hreinsun við Wilson Muuga Jan.- Mars 2007
16.01.2014
Á ferð um Austurland
Á ferð um Austurland
16.01.2014

Innrásin til Eyja

Blái herinn

Blái herinn hertekur Vestmannaeyjar. Fyrirfram boðuð innrás til Vestmannaeyja átti sér nokkurn aðdraganda. Toyota á Íslandi var með bílasýningu helgina 20-21 apríl. Þótti herforingjanum við hæfi að ráðast til atlögu við rusl og drasl sem hann vildi finna í Eyjunum fögru og athuga hvort ekki væri hugur í eyjapeyjum að aðstoða aðeins.

Fór með báða bílana til Eyja þann 16. apríl og kom mér fyrir á hóteli, bærinn skaffaði þetta húsnæði og var gistingin góð. Ekki að spyrja sagði þeirra aðal umhverfispostuli hjá bænum. Blái herinn mátti gera eins mikið og honum hugnaðist og var hvergi slegið af. Um 25 galvaskir liðsmenn IBV komu í tvær orustur við Eyðið og innsiglinguna annars vegar og þrifið var upp troll og fiskikar og smárusl með á leiðinni útí Stórhöfða. Ekki má gleyma bílflaki sem hafði legið á klettasillu í nýja hrauninu og verið þyrnir í augum umhverfispostulans og fleiri Eyjamanna.

Það tók nú ekki nema eina klukkustund að fjarlægja bílflakið en samtals var unnið í rétt rúmar 200 stundir og afraksturinn var 5 tonn af rusli og drasli sem allt fór í endurvinnsluferil bæjarins. Kona herforingjans kom á föstudeginum og heimsótti sitt fólk.Tók svo þátt í bílasýningunni hjá Toyotamönnum. Kærar þakkir fá Magnús Kristinsson og frú fyrir ánægjulega kvöldstund, Jóhann í bræðslunni sem og allir hinir IBV hermennirnir.