Á ferð um Austurland

Blái herinn
Innrásin til Eyja
16.01.2014
Samvinna Blá hersins og SEEDS
Samvinna Blá hersins og SEEDS
16.01.2014

Á ferð um Austurland

Á ferð um Austurland

Þvílík þjóðarskömm. Þessi ferð var farin til að kynna sér ástand sem einhver hafði hvíslað í eyra mér varðandi rusl og drasl við þjóðveginn okkar til Egilsstaða. Aðallega eru nú þetta bílflök og járnadrasl af löngu úreltum landbúnaðartækjum og vinnuvélum af öllum stærðum og gerðum.

Komið var víða við og stoppað allsstaðar á leiðinni þar sem ég þurfti ekki að fara lengra en 100 metra frá þjóðveginum. Í stuttu máli taldi ég yfir 200 bílflök á leiðinni. Ég tók í þessa ferð 5 daga í enda maí og satt best að segja varð ég nánast orðlaus yfir þessu öllu saman. Ég reyndi eftir mætti að heilsa uppá nokkra umhverfispostula í hinum ýmsu sveitarfélögum. Það tókst reyndar vel og var mér mjög vel tekið allsstaðar. Allir vildu bæta þetta ástand og lofuðu betrumbótum. Skoða hvað gerist á næsta ári en þá ætla ég að taka einn hring um landið og peppa menn svolítið upp. Á Seyðisfirði fann ég gamlan slökkvibíl(stigabíl) frá Keflavíkurflugvelli. Ég hafði átt nokkrar salibunurnar á honum í den eða frá 1986-1996. Sá einnig nokkur gömul tæki úr snjóruðningsdeild slökkviliðsins og voru þau orðin mjög lúin að sjá.

Tók svo þátt í bílasýningu hjá Toyota á Egilsstöðum.

TJK.